Um okkur

Aðilar sem koma að þessu verkefni vinna í sex Evrópulöndum. Einnig hafa þeir samstarfsaðila með sérþekkingu í grunnheilbrigðisþjónustu, erfðafræði, fræðslu fullorðinna og samtökum sjúklinga. Þetta verkefni var upprunalega hannað af Heather Skirton prófessor sem er menntaður hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og erfðaráðgjafi og Isa Houwink sem er starafandi heimilislæknir í Hollandi.

Bretland

Plymouth háskóli

h89GSH-ZHeather Skirton frá Plymouth háskóla stýrir verkefninu. Heather hefur viðamikinn bakgrunn í heilbrigðisþjónustu og er hjúkrunarfræðingur, erfðaráðgjafi og ljósmóðir. Í rúm 20 ár hefur hún veitt/kennt heilbrigðisstarfsmönnum erfðafræði í Bretlandi og Evrópu. Hún er nú formaður European Board of Medical Genetics.

 

 

 

 

 

image1Dr. Leigh Jackson er vísindamaður með reynslu af rannsóknum í klínískri erfðafræði. Hann er kennari á æðri menntastigum og hefur einstaka hæfileika að kenna áhugafólki um vísindi.

 

 

 

 

 

 

Peter photoPeter Lunt hefur mikla reynslu af því að útbúa kennsluefni fyrir starfsmenn í heilbrigðisþjónustu. Hann hefur með rúmlega 20 ára reynslu sem kennari í erfðafræði,  klínískur erfðalæknir með umsjón með erfða- og grunnheilbrigðisþjónustu. Peter er meðlimur UK NHS National Genetics and Genomics Education Center.

 

 

 

 

Holland

IMG_3684Isa Houwink er starfandi heimilislæknir í Hollandi. Doktorsverkefni hennar var að finna nýjar til að kynna kennsluefni í erfðafræði starfandi læknum. Isa hefur sérfræðiþekkingu á endurmenntun lækna og grunnheilbrigðisþjónustu.

 

 

 

 

 

Martina CoUnknownrnel er prófessor í lýðerfðafræði og lýðheilsufræðum við VU Univeristy Medical Center í Amsterdam. Hún tekur virkan þátt í kennslu læknanema og annara sviða

heilbrigðisvísinda í grunn- og framhaldsnámi.

 

 

 

 

 

Tékkland

 

photo-Curtisova-300x564Vaclava Curtisova er barnalæknir og erfðafræðingur. Hún hefur lært og starfað bæði í Englandi og Tékklandi. Hún tekur þátt í kennslu læknanema og annara heilbrigðisstarfsmanna.

 

 

 

 

 

 

 

Milan2010Prófessor Milan Macek hefur reynslu í bæði klínískri erfðafræði og rannsóknarstofuvinnu. Hann er formaður tékkneska mannerfðafræðifélagsins og verkefnastjóri  Orphannet á landsvísu.

 

 

 

 

 

 

 

Ísland

IMG_2266Vigdís Stefánsdóttir er erfðaráðgjafi á Landspítala Háskólasjúkrahúsi á Íslandi.  Hún tekur virkan þátt í faglegri menntun heilbrigðisstarfsfólks og hefur víðtæka reynslu í ritun tæknilegra upplýsinga á mannamáli  reynslu sína í blaðamennsku. Hún hefur einnig reynslu í heimasíðugerð og stjórnun.

 

 

 

 

 

 

Ítalía

2015-09-01 14.17.52Daniela Turchetti er klínískur erfðafræðingur með sértæka þekkingu á erfðafræði krabbameina. Hún hefur starfað sem kennari hjá European School of Genetic Medicine og er með námskeið í erfðafræði krabbameina og erfðaráðgjöf. Daniela hefur verið leiðandi í að koma á fót leiðum til að bera kennsl á einstaklinga með erfðaáhættu á krabbameinum í fjölskyldum og eftirliti með þeim. Einnig tekur hún þátt í  þjálfun lækna og annara heiðbrigðisstarfsmanna.

 

 

 

 

Portugal

MilenaMilena Paneque er erfðaráðgjafi og sálfræðingur sem hefur verið frumkvöðull í erfðafræðikennslu og rannsóknum í erfðaráðgjöf í Portúgal. Mielna stundaði  nám á Kúbu en hefur starfað í Portúgal í 10 ár. Hún hefur verið að þróa kennsluaðferðir varðandi þjálfun erfðaráðgjafa, klínískrar þjálfunar á sviði erfðaheilbrigðisþjónustu. Einnig hefur hún stundað rannsóknir sem tengjast gæðum erfðaheilbrigðisþjónustu fyrir sjúklinga og er yfir Genetic Counselling Master Course í Portúgal. Hún hefur tekið þátt í að setja helstu staðla námsmat  í erfðafræði fyrir evrópskt heilbrigðisstarfsfólk og er núverandi formaður  Genetic Counsellors and Nurses Division hjá European Board of Medical Genetics.